h1

Vaðið útá ritvöllinn

7. júní, 2009

Mér finnst eins og maður eigi að vera með eitthvað svona manifesto fyrir bloggið sitt sem fyrstu færslu.  Ég hef það samt á tilfinningunni að geðsjúklingar fyrri tíma hafi soldið eyðilegt „manifesto“.  Það eru alltaf einhverjir öfgamenn, geðsjúklingar eða morðingjar sem senda frá sér manifesto, t.d. The Anarchist Manifesto, The Communist Manifesto og svo var Uni-bomberinn með manifesto.

Ég reyni þá bara að nálgast þetta eins og fyrirtæki.  Set fram stefnu og áætlun.  Set jafnvel niður nokkur gildi til að vera mér viti á ritvellinum;  Heiðarleiki, umhyggja, framsækni, áræðni.   OJJJJ.  Sleppum þessum gildum, sleppum reyndar líka stefnu og áætlun.

Þar sem ég mun að mestu skrifa um markaðsmál og þá kannski sérstaklega um branding ætti ég að setja niður Brand mantra fyrir bloggið.

Brand mantra er 3-5 orð sem lýsa hvað vörumerkið (bloggið í þessu tilfelli) er/á að vera og ekki síður hvað það er ekki, eða á ekki að vera.  

Eigum við þá ekki að segja að brand matrað fyrir þetta blogg sé:

Áhugaverðar markaðslegar vangaveltur

Áhugverðar því ella er það tilgangslaust

Markaðslegar, í merkingunni markaðsmál, því það er málefnið sem ég mun fjalla um

Vangaveltur því þetta er ekki fræði og birt án ábyrgðar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: