h1

Alltaf fundist þessi tilgangslaus

29. júlí, 2009

Meira að segja þegar Víkingur var 100 ára fannst mér þessi auglýsing tilgangslaus.  Afmæli þessa fornfræga félags var 21. apríl 2008.

Víkingur 100 ára

Víkingur 100 ára

Nú er rúmlega ár síðan og það verður bara kjánalegra og kjánalegra að þessi auglýsing skuli hanga uppi á besta stað í bænum.

Þeir sem ákváðu að setja þessa auglýsingu upp fyrir Víking, hvort sem það var ókeypis fyrir félagið eða ekki, hafa örugglega verið mjög stoltir og fundist þeir vera gera frábæra hluti.

Ekki get ég tekið undir það.

Umhverfisauglýsingar geta verið frábærar og þjónað mjög mikilvægu hlutverki í markaðsfærslu.  Slíkar auglýsingar hafa nokkra mikilvæga kosti.

  • Umhverfissauglýsingar geta náð mjög vel í hóp á ákveðnu svæði (t.d. í grennd við ákveðna verslun),
  • þær henta mjög vel til að ná upp tíðu áreiti og passa því vel fyrir vörur sem eru með stuttan kauphring.
  • Þær bjóða uppá mikið …. hvað er nú íslenska orðið yfir creativity.
  • Eins eru umhverfisauglýsingar eru mjög góðar til að skapa vitund (awareness) vegna þess að þær bjóða uppá svo einföld skilaboð.

Þær hafa auðvitað fleiri kostir þó þetta séu þeir helstu.  Ég fæ ekki séð að Víkingar hafið nýtt eða notið neinna þessara kosta.

Endilega leiðréttu mig ef ég hef misst af einhverju.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: