h1

Auglýsingar á Facebook. Úttekt á verði.

28. ágúst, 2009

Þegar þú auglýsir á Facebook getur þú valið hvort þú kýst að greiða fyrir hvern smell (CPC) eða hvort þú greiðir fyrir fjölda birtinga (CPM).
Það hefur verið verulega vinsælt að fara þá leið að greiða fyrir þá sem smella. Vera þannig bara að borga fyrir þá sem virkilega heimsækja þig. Ég valdi hina leiðina og greiddi fyrir fjölda birtinga.
Algengt er að greiða $0,13-0,18 fyrir hverjar 1.000 birtingar (CPM) og að sama skapi greiða $0,28-0,39 fyrir hvern smell.
Það segir sig ekki sjálft hvort er betra.
Eftirfarandi er mín reynsla af einni slíkri herferð eftir einn sólarhring.
Eftir einn sólarhring á FB og heildar eyðslu uppá $16 er þetta niðurstaðan:
Augl. birtist 128 þúsund sinnum.
Smellt var á hana 407 sinnum
Hvert smell kostaði $0,04

Eins og fyrr segir keypti ég impressions (CPM), ekki smelli (CPC).
Algengt er að borga $0,28 fyrir hvern smell (lægri mörk)
Ég borgaði $0,15 fyrir hverjar 1.000 birtingar.

Ég borgaði $16 fyrir daginn (hafa ber í huga að þú segir alltaf til um hvaða hámark þú er tilbúinn að borga)
Ég hefði þurfta að borga $113 ef ég hefði keypt smelli.

Endanleg greiðsla fyrir hvern smell er því $0,04 á smell, en ekki $0,28
Það hefði verið 600% dýrar að borga fyrir hvern smell.

Auðvitað er þetta enginn stóri dómur um að betra sé að greiða fyrir birtingar en smelli.  Þetta er þó áhugaVERT innlegg.  Ég mun uppfæra þessa tölu eftir því sem auglýsingin verður lengur inni.

fb-DAGUR 1

Auglýsingar

One comment

  1. Takk fyrir áhugaverðar upplýsingar. Það sem ég tek eftir er að click through rate CTR hjá þér er 0,3% sem er mjög hátt miðaða við það sem ég hef lesið að sé meðaltalið hjá FB sem mun víst vera nær 0,05%. Ef þú skoðar verðin á smellum versum birtingum þá sérðu að þau eru nálægt jafnvægi einmitt við CTR um 0,05% Með öðrum orðum, ef auglýsingin þín nær háu CTR þá er betra að borga fyrir birtingar og öfugt.Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: