h1

Konur JAFNT sem karlar…

22. nóvember, 2009

Íslandsbanki auglýsti nýlega eftir framkvæmdastjóra Miðengis. Eins og fram kemur í auglýsingunni er Miðengi dótturfélag Íslandsbanka sem sinnir umsýslu og eignarhaldi í félögum og fasteignum.

Auglýsing frá Miðengi

Smelltu til að fá stærri mynd

Í auglýsingunni er þessi setning: „Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.“

Tilgangur auglýsinga almennt er að hvetja fólk til að gera eitthvað, prófa eitthvað, velja eina vöru frekar en aðra eða hugsa/finnast eitthvað.

Hvers vegna þarf að hvetja konur JAFNT sem karla til að sækja um?

Það er verið að hvetja konur sérstaklega til að sækja um, en það er reynt að fela hvað þetta er furðulegt með því að bæta inn „jafnt sem karlar“. Ég veit ekki betur en að það sé ólöglegt að mismuna á grundvelli kynferðis. Því er svona setning algjörlega óþörf. Það er alltaf verið að biðja konur jafnt sem karla að sækja um.

Ef það er jafnt sóst eftir báðum kynjum, eða ef kynferði er ekki sérstakt atriði þarf ekki að taka fram kynferði. Með því að setja þessa setningu inn í auglýsinguna er búið að gera kynferði að mikilvægum hluta hæfileikakrafna.

Ég vona að Íslandbanki fái hæfa konu í starfið, þ.e. einstakling sem hefur fleiri góða kosti en að vera kona.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: