h1

Pepsi bjargar mannslífi, sjá 5 b.

6. maí, 2010
Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það, aftur á móti trúi ég fullkomlega að Pepsi hafi bjargað líf vesalings Terence.

Stelluverðlaunin eru kennd við konuna sem hellti sjálf niður á sig kaffi á MacDonalds og fékk ríflegar bætur fyrir. Nýlega voru Stelluverðlaunin veitt í Bandaríkjunum.

5. verðlaun hlutu tveir dómar:
a) Kathleen Robertsson frá Texas fékk 780 þúsund dollara                     (ísl 101.119.200) í bætur vegna þess að hún hrasaði um ungbarn sem var að skríða á gólfinu. Verslunareigandinn sem varð að borga varð forviða á dómnum, einkum vegna þess að frú Robertsson átti sjálf barnið á gólfinu.

b) Terence Dickson frá Pennsylvaníu var að ræna bílskúr. Sjálfvirki opnarinn bilaði og hann varð að dúsa í bílskúrnum í átta daga af því eigendurnir voru í fríi. Hann fann Pepsíkassa og poka af hundamat sér til bjargar. Hann höfðaði mál gegn húseigendum vegna þess að þessar aðstæður hefðu skaðað hann verulega andlega. Dómarinn féllst á að hann fengi 500 þúsund dollara (ísl.64.820.000) í bætur.

4. sæti:
Hinn 19 ára Carl Truman frá Los Angeles fékk 74 þúsund dollara (ísl.9.600.000) og sjúkrakostnað vegna þess að nágranni hans ók yfir hönd hans á Honda Accord. Svo virtist sem Truman hinn ungi hefði ekki veitt því athygli að maður sat við stýrið þegar hann var að reyna að stela hjólkoppunum.

3. sæti:
Veitingahús í Fíladelfíu varð að greiða Amber Carson 113.500 dollara (ísl.14.620.000) eftir að hún rann í kókbleytu og braut rófubeinið. Kókbleytan á gólfinu var vegna þess að 30 sekúndum áður hafði hún skvett úr glasinu sínu á kærasta sinn eftir rifrildi.

2. verðlaun:
Kara Walton frá Ohio lögsótti veitingahúseiganda eftir að hún féll ofan úr glugga á snyrtingunni og braut úr sér tvær framtennur. Þetta gerðist þegar frú Walton reyndi að troða sér út um gluggann til að komast hjá því að greiða 3 dollara og 50 cent (ísl 388 krónur)í fatahenginu. Henni voru dæmdir 12.000 dollarar (ísl.1.520.000) og tannlæknakostnaður að auki.

1.     verðlaun
þetta árið falla í hlut frú Gravinski, sem keypti sér glænýjan 10 metra húsbíl. Í fyrstu ferðinni, þegar hún var komin út á hraðbrautina, setti hún krúskontrolið á 100 kílómetra hraða og skellti sér aftur í til að smyrja sér samloku. Bíllinn lenti í árekstri og endaði á hvolfi utan vegar. Frú Gravinski lögsótti framleiðandann fyrir að hafa ekki útskýrt í leiðarvísi að krúskontrolið væri ekki jafnframt sjálfstýring.. Dómarinn taldi hæfilegar bætur vera 1.750.000 dollara (ísl.226.820.000) og nýjan húsbíl.

 

Posted via email from Hörður Harðarson á posterous

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: