h1

Þennan varð ég að smakka – Tuborg 4%

14. júlí, 2010

Ég er ekki alveg að átta mig á tilgangi þess að koma með Tuborg 4% á markað. Tuborg Green (þessi hefðbundni) er 4,5%.
Eini sjáanlegi munurinn á Tuborg 4% og Tuborg Green er því 0,5%. Það er ekkert í staðfærslunni, eða samvali söluráða sem greinir hann frá Tuborg Green. Áfengi er orka, þ.e. hitaeiningar, svo það hefði verið hægt að ímynda sér að þetta ætti að vera einhver Tuborg LITE útgáfa. Það er þó ekki. Til þess er 0,5% of lítið og ekkert í vörunni bendir til þess að þetta sé LITE.

Eftir að hafa smakkað hann get ég sagt að hann er vatnskenndari. Vatnskenndari er kannski bara neikvætt orð fyrir léttari og mildari. Tuborg Green er reyndar afar „drinkable“ bjór svo það er ekki auðséð að þörf hafi verið fyrir að koma með mildari og léttari útgáfu.

Ég hlakka til að sjá hvernig Tuborg 4% verður kynntur (ekki auglýstur, því það er ólöglegt 🙂

Þetta var þó viðhorf mitt þegar ég var að rýna í Tuborg 4% út frá markaðslegum forsendum.

Ef ég pæli bara í hvort ég muni kaupa Tuborg 4%. Það er reyndar mjög líklegt. Hann er:
– Bragðgóður.
– Ódýrari.
– Drykkjarvænn (drinkable)
– Lægra áfengisinnihald (hentar stundum þegar mann langar að sötra bjór, enn ekki að verða molly)

Auglýsingar

2 athugasemdir

  1. ódýrari – það er jú lykillinn!


  2. Þennan verð ég að smakka, þar sem ég hef verið lengi í Tuborgliðinu.Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: