h1

Hvaða vafrari er bestur og hví?

9. janúar, 2011

Nú er ég í þeirri skemmtilegu vinnu að setja tölvuna mína upp eftir að hafa skipt um harðan disk.

Þrátt fyrir að það sé fáránlega tímafrekt að stilla allt eins og maður vill hafa það og setja inn öll forritin sem maður var með, er þetta kjörið tækifæri til að endurskoða fyrri ákvarðanir.

Fyrst ég er á annað borð að stilla vafrann uppá nýtt, er rétti tíminn til að endurskoða hvaða vafri er bestur.  Ef maður er verulegur nörri er þetta hörku ákvörðun 🙂

Þetta eru þeir 3 sem koma helst til greina: Explorer, Firefox, Chrome.  Ég vildi að einhver gæti leyst þetta fyrir mig.

Málið er aftur á móti að spurningin er í rauninni „hver þeirra er bestur fyrir mig„.  Allir sem gefa góð ráð, byggja þau á sinni upplifun.  Auðvitað getur verið hjálplegt að heyra kosti og galla sem aðrir hafa upplifað, en því miður getur enginn svarað þessum stóru spurningum fyrir mann.

Þetta á við ansi margt.

Auglýsingar

4 athugasemdir

 1. Ég segi jafntefli á milli Firefox og Chrome. Firefox fær samt mínus fyrir pop-up Downloads gluggann, en Chrome fær mínus fyrir að hafa ekki svona drop-down bar eins og Firefox.

  Explorer er alltaf off hvað mig varðar. Allt of hægur og mikið af „böggum“. En svo bíð ég spenntur eftir Explorer 9, það verður gaman að sjá hverju þeir breyta


 2. Bættu Opera og Safari við í hópinn. Persónulega mæli ég með því að þú setir þá alla upp og prófir þá. Einhverjar síður virka ekki 100% á öllum vöfrum þannig að þetta fer mikið eftir því hverju þú ert vanur.

  http://www.dailytech.com/Browser+Wars+2+Opera+11+Released+Benchmarked/article20425.htm Hér er hægt að sjá samanburð á milli stærstu vafrana.


 3. Firefox


 4. Takk f. þennan link. Afbragð.
  Ég sé að Opera er að skora vel. Prófa hann líka.
  Var reyndar búinn að prófa Rockmelt. Veit ekki hví, en það var ekki ást.Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: