Archive for apríl, 2010

h1

Þú ert alltaf að selja-þó þú sért ekki sölumaður

20. apríl, 2010

Að „selja“ hefur stundum fengið neikvæða umfjöllun. Oft er eins og fólk setji samasemmerki milli þess að selja og að pranga eða blekkja.

En þú ert alltaf að selja. Selja málstað, selja hugmynd, selja sjónarmið, selja þig. Það er ekki neikvætt. Öllu er vissulega hægt að ofgera og flest má misnota. En heilt yfir þurfa allir að kunna eitthvað fyrir sér í sölumennsku. Bæði í einka- og atvinnulífinu.

Eftirfarandi eru nokkur góð ráð frá einum af hæfari sölumönnum síðustu aldar, David Ogilvy.

Smelltu hér fyrir neðan til að fletta kynningunni:

Ekki tap’enni 😉

h1

Einungis almenningur getur refsað siðbrjótum.

14. apríl, 2010
Ef einstaklingur hefur ekki gerst brotlegur við lög, heldur „bara“
brotið af sér siðferðislega, getur ríkisvaldið ekki refsað viðkomandi.

Þá færist ábyrgðin á því að refsa yfir á almenning.

Almenningur hefur mikið refsivald, og þá er ég ekki að tala um ofbeldi.

Refsivald almennings eru lappirnar, eða kannski réttara sagt buddan.

Ef þú verslar áfram við siðbrjót, ert þú að styðja brotið.  Ef við
verslum áfram við kennitöluflakkara erum við að styðja kennitöluflakk.
Alveg eins og að ef við kaupum þýfi, erum við að styðja þjófnað.

Put your money where your mouth is.

Ps. Reyndar er refsivald almennings ekki bara viðskiptalegs eðlis.
Samfélagsformið okkar er með innbyggt refsivald sem heitir kosningar.
Við erum bara rosalega léleg að nýta okkur það til að refsa þeim sem
bregðast.

Posted via email from Hörður Harðarson á posterous

h1

Leiðrétti hér með þrálátan orðróm :) Musterið er ekki í skýrslunni – http://bit.ly/93cVuW

13. apríl, 2010

Til að leiðrétta þrálátan miskilning birti ég hér staðfestingu á að ég er ekki í skýrslunni 🙂
Sannar kannski bara að maður er greinilega fúskari í fjártæknilegum atriðum og lélegur í að taka lán.
Flott leitarvél fyrir skýrsluna – http://bit.ly/93cVuW

Engar síður tengjast á Hörður Harðarson.

Posted via web from Hörður Harðarson á posterous