Archive for the ‘Markaðsmál’ Category

h1

Hallærisleg vinnubrögð hjá 10-11

31. desember, 2010

Hvers vegna skyldu allar dags. snúa inn (nema sú sem ég snéri fram)?
Kannski vegna þess að allur rjóminn var með 01.01
Lélegt að reyna að fela það.

h1

Það er öllum sama um þig*

6. maí, 2010

* áður birt á www.vert.is

það eru ansi mörg fyrirtæki haldin þeirri ranghugmynd að fólk hafi áhuga á því sem þau eru að gera.

Það er rangt.

Fólk hefur áhuga á því sem snertir það sjálft. Það hefur áhuga á því sem léttir þeim lífið, eykur velferð þeirra, bætir hag þeirra, eflir það að einhverju leiti, eða bara skemmtir því.

Fólki er slétt sama um þitt fyrirtæki í sjálfusér. Ef fyrirtæki er ekki að gera eitthvað sem snertir hag fólks, mun fólk ekki versla við viðkomandi fyrirtæki og ekki fylgjast með því.

Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar kemur að samfélagsmiðlum. Því þrátt fyrir að ég kaupi ákveðna vöru, þýðir það ekki að mig langi endilega að vera vinur hennar. Stundum er ég bara að kaupa sápu. Það þýðir ekki að ég sé sápu aðdáandi. Það þýðir bara að mig langi ekki ganga um eins og skítalabbi.

Ég hef ekki áhuga á að gerast aðdándi sápuframleiðandans á Facebook, bara vegna þess að hann setti upp síðu og byrjaði að setja inn myndir af vörunni og segja mér að bjóða öllum vinum mínum að vera aðdáendur líka.

Ef þú sem fyrirtæki ert að pæla í að mæta til leiks á samfélgsmiðlunum skaltu vera viss um að vera með stefnu. Samfélagsmiðlar eru eins og hvert annað markaðstól. Það þarf að vera plan. Hvað ætlar þú að gera, fyrir hvern og hvernig. Ef þú ætlar ekki að gera eitthvað fyrir „aðdáendur“ þína er tilgangslaust að byrja.

Ef þú ert ekki að gera eitthvað fyrir fólk, er því sama um þig (sem fyrirtæki).

h1

Allt getur orðið manni til lærdóms

22. mars, 2010

Vatnsglas

Ískalt sveitavatn eða kranavatn

Í sumarbústaðarferð upplifði ég eina bestu sönnun þess hvað það skiptir gríðarlegu málið að branda vöru rétt.
Rétt eftir að við komum í sveitina var 5 ára dóttur minni boðið uppá „ískalt sveitavatn“ sem hún þáði. Það sem eftir var ferðarinnar var þetta það sem hún bað alltaf um – „ískalt sveitavatn“
Ég er ekki að gera lítið úr því hvað vatnið í sveitinni er gott, en stóri munurinn á vatninu í sveitinni og vatninu heima er nafnið – brandið. Heima er þetta bara kranavatn.
Lærdómurinn í sögunni er að tilfinningin sem fylgir brandinu er oft það eina sem skilur milli einnar vöru og annarar. Tilfinningin er raunveruleg og þess vegna er munurinn orðinn raunverulegur.

h1

Áætlanir gera ekkert gagn…

7. mars, 2010

Ég held að það sé allt of algengt að miklum tíma sé eytt í
áætlanagerð, en svo er engu eytt í framkvæmdina. Hvorki tíma né
peningum.
Þetta á við um einstklinga sem ætla að gera ýmislegt í einkalífinu og
plana og plana, en gera svo ekkert.
Ekki síður á þetta við um fyrirtæki. Eftir að búið að gera áætlanir
þarf að setja kraft í framkvæmdina. Krafturinn í flestum tilfellum er
peningar og mannafli. Það þarf að gera ráð fyrir því að þeir sem eiga
að framkvæma áætlanirnar hafi kunnáttu og tíma til að framkvæma svo er
eftirfylgnin lykillinn. Það verður að vera einhver nógu „valdamikill“
sem fylgir verkefninu eftir. Er ábyrgur.

Að lokum verð ég samt að segja þetta – það er fátt verra en vond
áætlun sem er vel framkvæmd. Því er fyrsta forsendan að áætlunin sé
góð.

Posted via email from Hörður Harðarson á posterous

h1

Útvarpsauglýsing í sjónvarp

28. ágúst, 2009

Auglýsing eins og þessi er í raun ekkert nema útvarpsauglýsing í sjónvarpi. Einföld „Call to action“ auglýsing.
Vangaveltan er hvort það borgar sig að setja svona auglýsingar í birtingu.

Framleiðslukostnaður á svona sjónvarpi er lítill. Birtingar í sjónvarpi er líka hægt að fá á sæmilegu verði.
Sjónvarp sem miðill er hljóð og sjónrænn, en ekki bara hljóðrænn eins og útvarp.

Bara pæla – förum betur í vangaveltur um birtingar síðar. Þá sérstaklega hvernig best er að blanda saman birtingum í mismunandi miðlum.

h1

Auglýsingar á Facebook. Úttekt á verði.

28. ágúst, 2009

Þegar þú auglýsir á Facebook getur þú valið hvort þú kýst að greiða fyrir hvern smell (CPC) eða hvort þú greiðir fyrir fjölda birtinga (CPM).
Það hefur verið verulega vinsælt að fara þá leið að greiða fyrir þá sem smella. Vera þannig bara að borga fyrir þá sem virkilega heimsækja þig. Ég valdi hina leiðina og greiddi fyrir fjölda birtinga.
Algengt er að greiða $0,13-0,18 fyrir hverjar 1.000 birtingar (CPM) og að sama skapi greiða $0,28-0,39 fyrir hvern smell.
Það segir sig ekki sjálft hvort er betra.
Eftirfarandi er mín reynsla af einni slíkri herferð eftir einn sólarhring.
Eftir einn sólarhring á FB og heildar eyðslu uppá $16 er þetta niðurstaðan:
Augl. birtist 128 þúsund sinnum.
Smellt var á hana 407 sinnum
Hvert smell kostaði $0,04

Eins og fyrr segir keypti ég impressions (CPM), ekki smelli (CPC).
Algengt er að borga $0,28 fyrir hvern smell (lægri mörk)
Ég borgaði $0,15 fyrir hverjar 1.000 birtingar.

Ég borgaði $16 fyrir daginn (hafa ber í huga að þú segir alltaf til um hvaða hámark þú er tilbúinn að borga)
Ég hefði þurfta að borga $113 ef ég hefði keypt smelli.

Endanleg greiðsla fyrir hvern smell er því $0,04 á smell, en ekki $0,28
Það hefði verið 600% dýrar að borga fyrir hvern smell.

Auðvitað er þetta enginn stóri dómur um að betra sé að greiða fyrir birtingar en smelli.  Þetta er þó áhugaVERT innlegg.  Ég mun uppfæra þessa tölu eftir því sem auglýsingin verður lengur inni.

fb-DAGUR 1

h1

Sem betur fer stenst sumt tönn tímans

6. ágúst, 2009

Ef þú kemur að sölu- eða markaðsmálum áttu að þekkja P-in fjögur: product, place, promotion og price.  Það er alveg basic.  Þrátt fyrir að hlutirnir breytist, allt í heiminum sé hverfult, er sumt sem stenst tímans tönn – þar á meðal eru P-in.

Í eftirfarandi myndbandi leiðir MAÐURINN þig í sannleikann um hvers vegna P-in hafa staðist tönn tímans.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ MYNDBAND

Ps. fyrir áhugasama er þýðingin á product, price, place, promotion á íslensku: vara, verð, vettvangur, vegsauki.
Ekki allir eins hressir með þetta orð – vegsauki.  Ég hef alltaf  kunnað vel við það.

Ekki tapa gleðinni 😉

h1

Alltaf fundist þessi tilgangslaus

29. júlí, 2009

Meira að segja þegar Víkingur var 100 ára fannst mér þessi auglýsing tilgangslaus.  Afmæli þessa fornfræga félags var 21. apríl 2008.

Víkingur 100 ára

Víkingur 100 ára

Nú er rúmlega ár síðan og það verður bara kjánalegra og kjánalegra að þessi auglýsing skuli hanga uppi á besta stað í bænum.

Þeir sem ákváðu að setja þessa auglýsingu upp fyrir Víking, hvort sem það var ókeypis fyrir félagið eða ekki, hafa örugglega verið mjög stoltir og fundist þeir vera gera frábæra hluti.

Ekki get ég tekið undir það.

Umhverfisauglýsingar geta verið frábærar og þjónað mjög mikilvægu hlutverki í markaðsfærslu.  Slíkar auglýsingar hafa nokkra mikilvæga kosti.

  • Umhverfissauglýsingar geta náð mjög vel í hóp á ákveðnu svæði (t.d. í grennd við ákveðna verslun),
  • þær henta mjög vel til að ná upp tíðu áreiti og passa því vel fyrir vörur sem eru með stuttan kauphring.
  • Þær bjóða uppá mikið …. hvað er nú íslenska orðið yfir creativity.
  • Eins eru umhverfisauglýsingar eru mjög góðar til að skapa vitund (awareness) vegna þess að þær bjóða uppá svo einföld skilaboð.

Þær hafa auðvitað fleiri kostir þó þetta séu þeir helstu.  Ég fæ ekki séð að Víkingar hafið nýtt eða notið neinna þessara kosta.

Endilega leiðréttu mig ef ég hef misst af einhverju.

h1

Pólitísk rétthugsun er tík

8. júlí, 2009

Mér þætti gaman að hitta þann mann (sérstaklega ef um karlmann væri að ræða) sem myndi þora að gera auglýsingu sem er með „punch-line“ sem gengur útá að drepa eiginkonuna.

Mcdonalds gerðu þessa auglýsingu 2006.  Hún var nú aldrei sýnd hér á landi – reyndar er hún ekkert frábær, en það er ekki punturinn.  Það væri gaman að vita hvort einhver myndi þora að gera svona auglýsingu í dag í ljósi væntanlegra viðbragða jafn- og kvennréttindafrömuða.

Endalínan í auglýsingunni er „Every tima a good time“ og það gekk svo sannarlega ekki útá að gamna sér með sinni heitt elskuðu.

Hver heilvita maður veit auðvitað að ekki er verið að hvetja til þessa að menn drepi konur sínar en líklegt verður að telja að ótti við viðbrögð lítilla háværra hópa myndu koma í veg fyrir að nokkur þorði að gera svo afgerandi auglýsingu, hvort sem auglýsingin væri góður til að koma skilaboðunum til áleiðis eður ei.

Það er það sem er sorglegt við pólitíska rétthugsun ( http://bit.ly/15iuU2 ), þegar hún drepur niður frumleika.  Þor auglýsenda til að gera það sem er athyglisvert og áhugavert, svo ekki sé talað um umtalsvert.

h1

Hef ekki áhuga á MJ fréttum, en…

27. júní, 2009

Ég nenni ekki að fjalla um andlát MJ.  Það hefur ekki mikið með mín áhugamál að gera.  Það er þó áhugavert að sjá hvernig fjölmiðlarnir láta.  Þessi teiknimynd útskýrir það nokkuð vel http://bit.ly/mRBUa

Það sem er þó áhugavert er að skoða feril Jackson í auglýsingum.  Ólíkt stjörnum dagsins í dag, átti hann ekki mjög langan eða mikinn feril í auglýsingum.

Hann var auðvitað á samningi hjá Pepsi, sem m.a. náði að kveikja í hárinu á honum, og svo síðar hjá LA Gear.

Þessi fyrri er frá 1984.

Síðari Pepsi auglýsingin er frá 1987.

Síðasta auglýsingin hér er svo LA Gear auglýsing sem hann gerði – klárlega sísta auglýsingin.

Í þessu rausi er ekki neinn loka punktur.  Nema kannski ef vera skyldi pæling varðandi hætturnar sem geta verið fólgnar í að nota frægt fólks í auglýsingar.

Þegar fyrirtæki velja stjörnu til að auglýsa vöruna sýna er að mörgu að huga og það getur verið verulega varasamt.  Það getur líka verið mjög árangursríkt.  Ég fjalla kannski betur um það síðar.

– C5B8016B9B3D482CF8F038F022E69941