Archive for maí, 2010

h1

Grillveisla í Heiðmörk. Þvílík snilld.

30. maí, 2010

h1

Er þetta Polar beer með kók flösku?

28. maí, 2010

h1

Hallærislegasta einkanúmer sem ég hef séð. Ríkisbubba einkarembingshúmor.

27. maí, 2010
h1

Fullkomið :) sól og sjór, skál í bjór.

26. maí, 2010
h1

Útiborð í sólinni. Bjór og snittur, og nóg laust. Bryggjan í sjóminjasafninu.

26. maí, 2010
h1

Bíllinn í augnsýn

22. maí, 2010
h1

Móskarðshnjúkar – bjútífúlt

22. maí, 2010
h1

Er í partýi núna sem hlýtur að vera að gerast 1989 miðað við bjórinn sem menn drekka.

15. maí, 2010
h1

Búllan á b5. Svalt.

9. maí, 2010

Það er stórmerkileg tilraun að blanda saman uppa staðnum b5 í Bankastræti og Búllunni.
Eftir að hafa prófað verð ég að lýsa ánægju minni. Það er bara eitthvað svalt við útfærsluna á þessu hjá þeim.

Verdi mer að góðu.

Posted via email from Hörður Harðarson á posterous

h1

Ekkert „stikk“ þó þú eigir börn

8. maí, 2010

Skítalabbar og glæpamenn geta, alveg eins og aðrir, átt börn.

Það er því ekki hægt að segja alltaf „þessi eða hinn á barn“ og því á ekki að sækja að honum fyrir brot sem hann hefur framið. Þú átt ekki rétt á að fá vera „stikki“ þó þú hafir afrekað barneignir.

Idi Amin Dada átti börn, bara til að nefna einhvern nærri topnum í mannkynssögunni yfir glæpamenn.
Líka Bernie Madoff og flestir Enron krimmarnir.

Jakob Frímann segir í Fréttablaðinu í dag: „Vitað er að þeir eiga börn á viðkvæmum aldri og fjölskyldur sem hljóta að vera í losti.“ Leitt, en ekki ástæða til að fara silkihönskum um þá sem grunaðir eru um glæpi.

Viðkomandi hefði kannski átt að hugsa um börnin sín áður enn brotin voru framin.

Ps. Þetta viðhorf hefur ekkert með það að gera hvort Hreiðar Már er sekur eða ekki.