Posts Tagged ‘Áætlanir’

h1

Áætlanir gera ekkert gagn…

7. mars, 2010

Ég held að það sé allt of algengt að miklum tíma sé eytt í
áætlanagerð, en svo er engu eytt í framkvæmdina. Hvorki tíma né
peningum.
Þetta á við um einstklinga sem ætla að gera ýmislegt í einkalífinu og
plana og plana, en gera svo ekkert.
Ekki síður á þetta við um fyrirtæki. Eftir að búið að gera áætlanir
þarf að setja kraft í framkvæmdina. Krafturinn í flestum tilfellum er
peningar og mannafli. Það þarf að gera ráð fyrir því að þeir sem eiga
að framkvæma áætlanirnar hafi kunnáttu og tíma til að framkvæma svo er
eftirfylgnin lykillinn. Það verður að vera einhver nógu „valdamikill“
sem fylgir verkefninu eftir. Er ábyrgur.

Að lokum verð ég samt að segja þetta – það er fátt verra en vond
áætlun sem er vel framkvæmd. Því er fyrsta forsendan að áætlunin sé
góð.

Posted via email from Hörður Harðarson á posterous