Posts Tagged ‘Twitter’

h1

Gaman að twitt-veggurinn spilaði svona stóran þátt í Q&A á #BOTAC. Þetta var svo sannarlega umtalsVERT.

27. janúar, 2010
h1

Nú þurfa menn að hysja uppum sig

9. nóvember, 2009

Ég hef ekki bloggað í 2 mánuði. Reyndar hefur enginn kvartað – skil það ekki 🙂
Einhvern vegin er stórum hluta af blogg þörfinn svarað með því að posta linkum, auglýsingum og myndum á FACEBOOK. Svo er statusinn oft örblogg þar sem fólk kemur á framfæri skoðunum á öllu og engu í fáum orðum.

Það er einmitt þessi örblogg lausn sem gerði TWITTER svona vinsælt. Að örblogga er ekki eins mikil skuldbinding. Þarft ekki að skrifa langt mál, redda myndum og rökstyðja mál þitt. Það er svo auðvelt að slengja bara fram einhverri pælingu 20-30 orðum.

Einn virkast bloggari landsins um markaðsmál er án vafa Gummi hjá Icelandair, a.k.a. GAG. Þarna hefur safnast saman mikið af fróðleik um markaðsmál. Sérstaklega um markaðssetningu á netinu. Reyndar er ég byrjaður að bíða eftir bókinni hans Markaðssetning á netinu. Það verður gaman að fá íslenska markaðsbók.

En varðandi það að hysja uppum sig – nú ætla ég að fara að taka mig saman í andlitinu og blogga soldið um markaðsmál.